Íslendingur í Lúxemborg: „Það er búið að loka öllu nema landamærunum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. mars 2020 20:00 Gígja Birgisdóttir sem búsett er í Lúxemborg segir skrítið ástand þar vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Íslensk kona búsett í Lúxemborg segir allt lokað nema landamærin því meirihluti heilbrigðisstarfsfólks komi frá aðliggjandi löndum og þurfi að komast til vinnu. Í Svíþjóð hafa yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang. Alls hafa140 manns hafa greinst með sjúkdóminn Covid 19 í Lúxemborg. Margir Íslendingar eru búsettir þar og meðal þeirra er Gígja Birgisdóttir atvinnurekandi. „Það er búið að loka öllu nema landamærunum og skrítið að fara um því alls staðar er tómt. Allir skólar eru lokaðir og fólk heldur sig bara heima,“ segur Gígja. Gígja segir hins vegar afar ólíklegt að landinu verði lokað eins og hefur gerst víða annars staðar. „Þeir geta ekki lokað landamærunum því yfir 70% af heilbrigðisstarfsmönnum búa í Þýskalandi Belgíu eða Frakklandi þannig að það væri allt eins hægt að loka spítulum hér. Gígja segir að aðeins séu tekin sýni hjá þeim veikustu og telur að mun fleiri séu smitaðir í Lúxemborg. Hún segir að stjórnvöld hafi gripið til ýmissa aðgerða í efnahagsmálum. Hér er verið að reyna að aðstoða fyrirtæki og finna lausnir í hagkerfinu,“ segir Gígja. Stjórnvöld í Svíþjóð gagnrýnd fyrir seinagang Hugi Ásgeirsson íbúi í Stokkhólmi segir að yfirvöld í Svíþjóð hafi verið gagnrýnd fyrir seinagang.Vísir Tæplega tólfhundruð manns hafa greinst með Covid 19 í Svíþjóð. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. „Viðbrögðin hafa verið hæg og Lýðheilsustofnun hér fengið á sig gagnrýni fyrir að vera hægari á sér en í öðrum löndum. Hér eru ennþá leyfðar samkomur fyrir 400 og færri þó að almenningi detti ekki í hug að fara á slíkar samkomur. Þá eru grunnskólar ennþá opnir,“ segir Hugi. Þá hafi ekki verið brugðist við á þegar fólk kom heim úr skíðaferðum frá Norður-ítalíu. Fólk sem kom heim frá þessum svæðum var ekki sett í sóttkví þó að vitað væri að veiran væri landlæg þar,“ segir hann. Fólk hafi áhyggjur af heilbrigðiskerfinu. Það er búið að grafa undan heilbrigðiskerfinu í mörg, mörg ár og það er ekki vel í stakk búið að taka á móti svona faraldri að mati margra,“ segir Hugi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira