Svona tækla nokkrir grunnskólar samkomubannið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:58 Nemendur í Melaskóla eru á meðal þeirra sem upplifa skerta skóladaga á næstunni. Vísir/Vilhelm Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15. Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15.
Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira