Svona tækla nokkrir grunnskólar samkomubannið Stefán Árni Pálsson skrifar 16. mars 2020 13:58 Nemendur í Melaskóla eru á meðal þeirra sem upplifa skerta skóladaga á næstunni. Vísir/Vilhelm Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15. Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Starfsdagur er á leik- og grunnskólum víða um land í dag, fyrsta degi í samkomubanni. Skólastjórnendur og kennarar ráða ráðum sínum og reyna að skipuleggja skólastarf miðað við tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Aðstæður eru ólíkar í skólum bæði hvað varðar fjölda nemenda, húsakost og fleira í þeim dúrnum. Sums staðar falla niður einstaka skóladagar, þeir eru í styttra lagi víða, lokað er á milli húsa og eininga og fleira í þeim dúrnum. Til að gefa dæmi um fyrirkomulag í skólum vegna samkomubannsins má sjá að neðan fyrirkomulagið í Melaskóla í Vesturbænum í Reykjavík, Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði og Laugalækjarskóla í Laugardalnum. Melaskóli á tímum kórónuveirunnar Kennt verður á morgnana, öllum bekkjum og með allt að 20 í bekk. Stefnt er að því að kenna þriðjudag til föstudags í þessari viku. En bara fjóra daga í næstu viku og fella niður kennslu föstudaginn 27. mars. Lokað verður á milli húsanna og ekki samgangur á milli. Hluti starfsmanna mun bara starfa í öðru húsinu, hinn hlutinn í hinu. Séð verður til þess að bekkirnir (með allt að 20 nemendum) blandist ekki, rekist ekki á og deili aldrei rýmum, göngum eða svæðum á skólalóð. Mötuneytinu verður lokað. Nemendur komi með nesti, eins og venjulega. List- og verkgreinakennsla (íþróttir eru hluti af henni) fellur niður eða verður alla vega ekki í viðkomandi kennslustofum. Nemendur verða ekki saman í frímínútum nema innan árgangs og þá á skilgreindum svæðum. Hver bekkur sér. Það verða því ekki venjulegar frímínútur heldur skipulögð útivera með kennara. Yngstu fjórir árgangarnir mæta á kortersfresti frá 8:30 á morgnana og fara inn um ólíka innganga. Elstu þrír árgangarnir mæta á tíu mínútna fresti frá 8:30. Nemendur fara allir beint inn í sína skólastofu en bíða ekki í röð. Kenndar eru fjórar kennlustundar. 1. bekkur fer heim eða í frístund klukkan 11:30 og svo hver árangur þar á eftir með tíu mínútna millibili. Í elstu árgöngunum fara allir heim fyrir klukkan tólf en á mismunandi tímum. Skarðhlíðarskóli á tímum kórónuveirunnar Allir nemendur mæta á hverjum degi en í stuttan tíma í einu. Ekki verður boðið upp á hafragraut á þessu tímabili. Nemendur í 1.-4. bekk fá kennslu frá kl. 11.30-13.20 hjá umsjónarkennara sínum. Í upphafi fái nemendur hádegisverð í stofu þar sem þeir snæða og deila ekki mat (20 mín.). Eftir kennslu eru nemendur áfram í stofunni þar sem starfsemi frístundaheimilis tekur við - fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir nú þegar. Frístundaheimilinu lokar kl. 15 en þá fara nemendur heim og er hleypt sér út í hverri stofu þannig að hópar hittast ekki í skólahúsnæðinu. Þegar nemendur á yngsta stigi mæta á morgnana koma þeir inn fyrir neðan hús. 1. og 3. bekkur ganga beint inn í sína kennslustofu utan frá en 2. og 4. fara inn um anddyrið. Ekki verður opnað fyrr en á þeim tíma sem nemendur eiga að mæta. Nemendur á yngsta stigi fá heimanám með sér heim á hverjum degi og er miðað við klukkutíma á dag. Hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur í 5.-8. bekk fái kennslu í klukkustund (8.15-9.15 og 9.45-10.45) hjá umsjónarkennara sínum, hverjum hópi með fleiri en 20 nemendum er skipt upp í minni hópa. Umsjónarkennarar senda ykkur upplýsingar um á hvoru tímabilinu barnið ykkar á að mæta. Þar sem um skerta kennslu er að ræða munu nemendur þurfa að vinna heima á hverjum degi. Miðað er við 2 klukkutíma hjá miðstigi en 3 hjá unglingastigi, hluti af því námi kemur frá íþróttakennurum. Nemendur eiga að koma inn í skólann fyrir ofan hús því búið er að loka milli hæða. Nemendur á mið og unglingastigi fá ávöxt þegar þeir fara heim. Foreldrar eru beðnir um að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Laugalækjarskóli á tímum kórónuveirunnar Laugalækjarskóli er fyrir nemendur í 7. til 10. bekk. Hver bekkur er í stofu umsjónarkennara. Nemendur ganga beint inn í stofu um leið og þeir mæta. Þeir fara aðeins bráðnauðsynlegar ferðir úr stofu sinni. Hverjum nemenda er úthlutað borði og situr einn. Nemendur mæta daglega en skóladagurinn er skertur. Engar frímínútur en nauðsynlegar pásur í sætum. Nemendum er heimilt að nýta eigin snjalltæki í skólanum á meðan neyðaráætlun er virk, einnig heyrnartól. Snjalltæki eru eitt ölfugasta verkfærið í sjálfsnámi en mikilvægt er að aðeins einn nemandi snerti hvert tæki. Hreina á þau reglulega. Nemendur fá einhvern mat á hverjum degi en hvattir til að taka nesti með sér sem borðað verður í kennslustofum. List- og verkgrienar verða ekki kenndar en íþróttakennarar fara á milli stofa og kenna æfingar með borði og stól. Fjórir bekkir eru í hverjum árgangi í Laugalækjarskóla. Stundatafla fyrir þriðjudag og miðvikudag hljómar þannig að nemendur eru allir í skólanum í tvær klukkustundir. Helmingur bekkja mætir á bilinu 8:30 til 8:45, á fimm mínútna fresti, og eru í skólanum til 10:30 til 10:45. Hinn helmingurinn mætir á bilinu 11 til 11:15 og fer heim á bilinu 13 til 13:15.
Skóla - og menntamál Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira