Versta byrjun Barcelona í 17 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 16:31 Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Spænska stórveldið Barcelona er aðeins með 25 stig þegar 15 umferðir eru búnar í spænsku úrvalsdeildinni. Er það versti árangur liðsins síðan tímabilið 2003/2004. Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01
Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00