Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2020 07:18 Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Sjá meira
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47