Heimsmeistarinn í CrossFit byrjuð að æfa sig á ísnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 13:30 Tia-Clair Toomey er búinn að setja upp hjálminn og ætlar að komast á Ólympíuleikana í sleðabruni. Instagram/@tiaclair1 Á meðan flestir í hópi besta CrossFit fólks heims er fyrir alvöru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þá er sú besta í heimi að troða nýjar slóðir hinum megin á hnettinum. Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) CrossFit Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1)
CrossFit Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira