Heimsmeistarinn í CrossFit byrjuð að æfa sig á ísnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 13:30 Tia-Clair Toomey er búinn að setja upp hjálminn og ætlar að komast á Ólympíuleikana í sleðabruni. Instagram/@tiaclair1 Á meðan flestir í hópi besta CrossFit fólks heims er fyrir alvöru að hefja undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þá er sú besta í heimi að troða nýjar slóðir hinum megin á hnettinum. Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira
Tia-Clair Toomey hefur unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð í CrossFit íþróttinni og flesta þeirra með miklum yfirburðum en hún hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana eftir rúma þrettán mánuði. Toomey flaug til Suður-Kóreu til að hefja undirbúning sinn í nýrri íþrótt og nú er hún farin að æfa sig á ísnum. Toomey ætlar sér nefnilega að komast í Ólympíulið Ástrala í keppni í sleðabruni fyrir vetrarólympíuleikana sem fara fram í Peking í Kína 4. til 22. febrúar 2022. Ástralía átti keppendur í kvennaflokki á bobsleðum á þremur leikum í röð frá 2006 til 2014 en áttu enga keppendur í PyeongChang árið 2018. Toomey leyfir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu ævintýri hennar á samfélagsmiðlum. Hún sagði meðal annars frá fyrstu æfingunni sinni á ísnum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) „Eyddi smá tíma á ísnum í dag. Fékk að prófa það að hlaupa á ísnum og æfa mig í rásmarkinu. Ég fékk að ýta sleðanum í fyrsta skiptið,“ skrifaði Tia-Clair Toomey við myndbandið í færslu sinni á Instagram sem sjá má hér fyrir ofan. „Á morgun ætlum við að prófa brautina í PyeongChang og byrja efst. Ég á MIKIÐ eftir ólært ennþá. Svo þakklát fyrir liðið mitt og þjálfarana,“ skrifaði Tia-Clair Takist Toomey að komast á Ólympíuleikana þá mun hún hafa náð því að keppa á bæði sumar- og vetrarleikunum. Toomey keppti í lyftingum á ÓL í Ríó árið 2016 þar sem hún endaði í fjórtánda sæti í sínum þyngdarflokki. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1)
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sjá meira