Sprautan gegn veirunni líklega stærsta jólagjöfin Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2020 22:36 Þorleifur Hauksson bólusettur gegn covid-19. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fylgist með þegar Brigitte Einarsson hjúkrunarfræðingur stingur nálinni í upphandlegg Þorleifs. Stöð 2/KMU. Fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstétta, sem bólusettur var hér á landi, segir þetta líklega stærstu jólagjöfina. Það hafi ekkert verið vont - bara eins og að láta sprauta sig gegn flensu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar Þorleifur Hauksson, 63 ára íbúi hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar í Breiðholti, hlaut þann heiður að verða fyrstur almennra borgara að fá sprautuna klukkan tíu í morgun að viðstöddum heilbrigðisráðherra og forstjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, sagði þetta stóra stund og þetta væri mikil gjöf. Þorleifur hefði sjálfur sagt að þetta væri líklega stærsta jólagjöfin. „Ertu spenntur?“ spurði hún. „Mjög svo,“ svaraði Þorleifur. Bólusetningin fór fram í matsal hjúkrunarheimilisins Seljahlíðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson Brigitte Einarsson, reyndasti hjúkrunarfræðingur Seljahlíðar, annaðist bólusetninguna og klöppuðu viðstaddir þegar búið var að sprauta Þorleif. „Nú förum við að sjá í ljósið við enda ganganna, vonandi. En það er búið að færa miklar fórnir, eins og þið vitið, á hjúkrunarheimilum síðustu tíu mánuði. Það hafa verið heimsóknartakmarkanir miklar. Íbúar farið lítið. Starfsfólkið nánast haldið sig í sóttkví til að geta sinnt störfum sínum,“ sagði Margrét. -Þorleifur, var þetta nokkuð vont? „Nei. Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu.“ Eftir að Þorleifur var búinn að fá sprautuna hélt hann úr matsalnum til íbúðar sinnar. Frammi á gangi biðu nítján aðrir hjúkrunaríbúar á Seljahlíð þess að verða næstir í röðinni til að fá bólusetningu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá útsendingu Vísis frá athöfninni í morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Bólusetningar Reykjavík Tengdar fréttir „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40