Fór „eins hátt upp í Pfizer“ og hann gat og lagði inn beiðni Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 18:44 Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. aðsend Forstjóri íslenska fyrirtækisins Controlant, sem kemur m.a. að dreifingu á bóluefni Pfizer við kórónuveirunni, kveðst hafa komið hugmyndum um Ísland sem rannsóknarverkefni á framfæri við Pfizer. Hann hafi fengið þau svör að beiðninni yrði komið áleiðis. Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Controlant þróar og framleiðir hug- og vélbúnað sem gerir lyfjafyrirtækjum á borð við Pfizer rauntímaupplýsingar um staðsetningu og ástand bóluefna og annarra lyfja, bæði í flutningi og geymslu. Flutningarnir eru flóknir í tilfelli bóluefnis Pfizer, sem þarf til dæmis að geymast við um 80 stiga frost. Gísli Herjólfsson forstjóri Controlant sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirtækið hefði stækkað hratt; tekjurnar hefðu tvöfaldast á þessu ári miðað við í fyrra og gert væri ráð fyrir að þær muni fimmfaldast á næsta ári. Starfsmenn séu nú hátt í 140 og fyrirtækið þannig þrefaldast að stærð á skömmum tíma. Fram hefur komið að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi viðrað hugmyndir við Pfizer um að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kveðst einnig hafa átt í óformlegum viðræðum við Pfizer. Með viðræðunum hafa Þórólfur og Kári það að markmiði að tryggja sem mest bóluefni og bólusetja jafnvel alla þjóðina. Þeir funduðu báðir með Pfizer í gær en hafa ekki viljað upplýsa um hvað fór þar fram. Gísli sagði í Reykjavík síðdegis að þau hjá Controlant hafi „reynt að setja inn gott orð“ hjá Pfizer í þessu samhengi. „[…] og reynt að nýta okkar sambönd til að reyna að ná smá athygli innan Pfizer. […] Það hefur verið ágætlega tekið í það en það sem Pfizer glímir við núna er að það er miklu meiri eftirspurn heldur en framboð,“ sagði Gísli. „Það væri mjög spennandi ef þessi rannsóknarvinkill, sem Þórólfur og Kári eru að reyna að setja á með Pfizer myndi virka, og auðvitað vonar maður innilega að það gangi eftir. Ég hef sjálfur sett inn beiðni, farið eins hátt upp í Pfizer og ég hef beinan aðgang að, til að láta vita af þessu.“ Höfum sennilega fengið mest bóluefni miðað við höfðatölu Gísli kvaðst hafa fengið svör um að beiðninni verði komið áleiðis en benti á að fólkið sem Controlant vinnur mest með innan Pfizer tengist dreifingu bóluefnisins, ekki ákvörðunum um hverjir fái efnið. „En við sjáum til. Við höfum sennilega, miðað við höfðatölu, fengið mest bóluefni hingað til. En betur má ef duga skal.“ Líkt og fram hefur komið hófust bólusetningar með Pfizer-bóluefninu á Íslandi í morgun. Ísland hefur nú tryggt sér skammta frá Pfizer fyrir 125 þúsund manns.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08 Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04 „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Bóluefninu er ekki dælt í æð heldur vöðva Kári Stefánsson sá sig knúinn til að skamma Björn Inga Hrafnsson fyrir rugl í tengslum við bólusetningar. 29. desember 2020 16:08
Fengu óvart fimmfaldan skammt bóluefnis Fjórir starfsmenn hjúkrunarheimilis í norðurhluta Þýskalands voru fluttir á sjúkrahús eftir að átta starfsmenn fengu fyrir mistök fimmfaldan, ráðlagðan skammt af bóluefni gegn Covid-19. Starfsmennirnir fjórir voru fluttir á sjúkrahús til að gæta allrar varúðar eftir að þeir fóru að finna fyrir flensulíkum einkennum. 29. desember 2020 13:04
„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. 29. desember 2020 11:28