Sekt forráðamanna Hvals hf sönnuð í tveimur sakamálum; hvað gerir ráðherra nú? Ole Anton Bieltvedt skrifar 29. desember 2020 11:01 Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jarðarvinir, dýra- náttúru og umhverfisverndarsamtök, hafa rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna meintra brota þeirra á reglugerðum vegna hvalveiða og verkunar hvals, svo og vegna meintra brota þeirra á ákvæðum veiðileyfa, þar sem sekt hefur sannast. Um er að ræða lögreglumál nr. 313-2018-19923, annars vegar, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði árum saman brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um hvalskurð, sem átti að fara fram undir þaki, í lokuðu rými, en það var ekki gert. Fyrir þessi brot gildir þessi refsirammi: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hér féll lögreglustjórinn á Vesturlandi reyndar frá ákæru, án þess að ástæður, sem við skildum, hafi komið fram fyrir þeirri ákvörðun. Hitt málið er lögreglumál nr. 313-2019-8012, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, frá 15.05.2014, um afhendingu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, en þessar dagbækur eru helzta verkfæri stjórnvalda og eftirlitsaðila til að fylgjast með framkvæmd veiðanna. Gegn skýru ákvæði í veiðileyfi og þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni eftirlitsaðila, Fiskistofu, skilaði Hvalur hf aldrei inn þessum dagbókum. Í veiðidagbókum kemur fram, hvar og hvenær veiðar fara fram, hvenær fyrsta sprengiskutli er skotið, hversu mörgum sprengiskutlum er skotið, hversu margir hæfa langreyði, fjöldi skutlaðra langreyða, sem losna og tapast o.s.frv. alls 16 atriði. Þessa upplýsingar gefa eftirlitsaðila mynd af því, hvernig veiðar fara í reynd fram – hvort reglum og lögum sé fylgt eða ekki – líka, hversu langt dauðastríð dýranna er og hversu mörg þeirra sleppa (illa eða helsærð, til þess eins að kveljast til dauða á skemmri eða lengri tíma). Þessu dagbókarmáli var lokið með lögreglustjórasekt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi í júlí 2020. Í 8. gr. veiðileyfisins, sem um ræðir, eru refisákvæði fyrir þessi brot þessi; „Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar sviftingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins. Einnig varða brot sektum og öðrum viðurlögum samkvæmt lögum nr. 26/1949, um hvalveiðar með síðari breytingum“. Skv. þessum síðastnefndu lögum eru sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upptaka á veiðitækjum skipsins, byssum, skotlínu, skutlum og skotfærum, svo og öllum afla skipsins, auk þess, sem láta má brot varða fangelsi, allt að 6 mánuðum, þegar sakir eru miklar eða þegar um ítrekað brot er að ræða. Með tilliti til sakfellingar forráðamanna Hvals hf. í ofangreindum tveimur sakamálum, vegna brota á hvalveiðireglugerð og ákvæðum síðasta hvalveiðileyfisins, verður að teljast rétt og tilhlýðilegt, að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, afturkalli nýtt leyfi til veiða á langreyði, fyrir árin 2019-2023, sem hann gaf út til Hvals hf 05.07.2019!? Í öllu falli verður að teljast líklegt, að stjórnsýslan í öðrum vestrænum löndum hefði ekki unað því, að veitt leyfi af þessu tagi væru vanvirt og brotin, án viðbragða eða viðurlaga. Sérstaklega verður það að teljast útilokað, að önnur stjórnvöld hefðu veitt eða viðhaldið leyfum til slíkra brotaaðila eftir lögreglurannsókn og sönnun brota. Menn munu nú sjá, á hvaða siðferðisstigi íslenzk stjórnsýsla – hér sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin – í raunveruleikanum er. Höfundur er stofnandi og formaður dýra- og náttúruverndarsamtakanna Jarðarvinir.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar