Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 15:57 Frá starfinu í Seljahlíð. Reykjavíkurborg Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum