Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 15:57 Frá starfinu í Seljahlíð. Reykjavíkurborg Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Sjá meira