„Íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 09:01 Arnar Þór Viðarsson var þjálfari U-21 árs landsliðsins áður en hann tók við karlalandsliðinu. vísir/bára Henry Birgir Gunnarsson er ekki viss um að Arnar Þór Viðarsson búi yfir nógu mikilli reynslu til að vera þjálfari íslenska karlalandsliðsins og segir að hann sé að taka of stórt stökk á þjálfaraferlinum. Tveimur dögum fyrir jól var Arnar kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Ráðning Arnars var til umræðu í Sportinu í dag. Henry Birgir setur spurningarmerki við hana og er ekki viss hvort Arnar hafi lagt nógu mikið inn í reynslubankann fyrir landsliðsþjálfarastarfið. „Ég hef trú á Arnari sem þjálfara en að því sögðu er íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir. Sá sem á að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta finnst mér að eigi að hafa mikla reynslu og hafa verið í þessu í langan tíma. Mér finnst að landsliðsþjálfari eigi ekki að sleppa svona mörgum tröppum á leiðinni og þurfi svo að læra sem landsliðsþjálfari,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er of stórt starf og mér finnst stökkið of stórt. Ég er ekki sammála þessari ráðningu þótt ég hafi trú á Arnari og held hann eigi eftir að spjara sig. Þú átt að gera mistökin og læra annars staðar en með karlalandsliðið. Ég vona að Arnari gangi frábærlega og held hann eigi eftir að verða aðsópsmikill þjálfari í framtíðinni en ég get ekki alveg kvittað upp á þetta.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði Henry Birgi hvort Heimir Hallgrímsson hefði búið yfir meiri reynslu þegar hann tók við íslenska landsliðinu en Arnar núna. „Heimir Hallgrímsson var útskrifaður úr landsliðsþjálfaraskóla Lars Lagerbäck,“ svaraði Henry Birgir. „Lars bjó til þetta umhverfi sem hefur verið hérna og Heimir var hans hægri hönd og með honum og kunni þetta upp á tíu. Það var fullkomlega rökrétt framhald. Mér finnst vera stór munur á því.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tveimur dögum fyrir jól var Arnar kynntur sem nýr landsliðsþjálfari. Hann gerði tveggja ára samning við KSÍ. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Ráðning Arnars var til umræðu í Sportinu í dag. Henry Birgir setur spurningarmerki við hana og er ekki viss hvort Arnar hafi lagt nógu mikið inn í reynslubankann fyrir landsliðsþjálfarastarfið. „Ég hef trú á Arnari sem þjálfara en að því sögðu er íslenska landsliðið er ekki þjálfarabúðir. Sá sem á að stýra íslenska landsliðinu í fótbolta finnst mér að eigi að hafa mikla reynslu og hafa verið í þessu í langan tíma. Mér finnst að landsliðsþjálfari eigi ekki að sleppa svona mörgum tröppum á leiðinni og þurfi svo að læra sem landsliðsþjálfari,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er of stórt starf og mér finnst stökkið of stórt. Ég er ekki sammála þessari ráðningu þótt ég hafi trú á Arnari og held hann eigi eftir að spjara sig. Þú átt að gera mistökin og læra annars staðar en með karlalandsliðið. Ég vona að Arnari gangi frábærlega og held hann eigi eftir að verða aðsópsmikill þjálfari í framtíðinni en ég get ekki alveg kvittað upp á þetta.“ Kjartan Atli Kjartansson spurði Henry Birgi hvort Heimir Hallgrímsson hefði búið yfir meiri reynslu þegar hann tók við íslenska landsliðinu en Arnar núna. „Heimir Hallgrímsson var útskrifaður úr landsliðsþjálfaraskóla Lars Lagerbäck,“ svaraði Henry Birgir. „Lars bjó til þetta umhverfi sem hefur verið hérna og Heimir var hans hægri hönd og með honum og kunni þetta upp á tíu. Það var fullkomlega rökrétt framhald. Mér finnst vera stór munur á því.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira