Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 12:14 Ragnar Jóhannsson er á leiðinni aftur á Selfoss sem hann lék síðast með 2011. VÍSIR/RAKEL ÓSK Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina. Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Sjá meira