Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 12:14 Ragnar Jóhannsson er á leiðinni aftur á Selfoss sem hann lék síðast með 2011. VÍSIR/RAKEL ÓSK Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina. Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Ragnar hefði skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Selfoss. Hann kemur til þeirra frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer. Samningur Ragnars við Bergischer átti ekki að renna út fyrr en í vor en samkomulag náðist um að rifta honum. Hann getur því byrjað að spila með Selfossi þegar keppni í Olís-deild karla hefst aftur á næsta ári. „Í raun og veru ekki. Við fórum að ræða saman í byrjun desember,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi, aðspurður hvort félagaskiptin til Selfoss hefðu átt sér langan aðdraganda. Hann segist ekki hafa verið búinn að ákveða að koma aftur heim eftir þetta tímabil. „Ég var alveg opinn fyrir því að vera áfram úti. Það var ekkert á planinu að koma strax heim. En svo þróuðust málin þannig að það var fínt skref að koma heim,“ sagði Ragnar. Hann segir að fyrst hann ákvað að koma heim hafi ekki komið til greina að spila með neinu öðru íslensku liði en Selfossi. „Nei, það var bara Selfoss í mínum huga,“ sagði Ragnar sem lék síðast með Selfossi tímabilið 2010-11. Hann var þá markakóngur efstu deildar. Selfyssingar féllu reyndar niður um deild og sneru ekki aftur í efstu deild fyrr en 2016. Uppgangur Selfoss undanfarin ár hefur svo verið mikill og liðið varð sem frægt er Íslandsmeistari í fyrra. Stoltur Selfyssingur „Það hefur verið mjög skemmtilegt að fylgjast með uppganginum á Selfossi. Ég er stoltur af því hvað Selfoss hefur náð langt,“ sagði Ragnar. Enn er óljóst hvenær keppni í Olís-deildinni hefst á ný en Ragnar vonar að það verði fyrr en seinna. „Væntingarnar eru bara að það verði spilað. Það er númer eitt. En við ætlum að ná sem lengst. Ég verð að skoða landslagið þegar ég mæti enda langt síðan ég spilaði á Íslandi. Mér finnst ég enn vera í fínu formi og hafa eitthvað fram að færa,“ sagði Ragnar sem kemur heim 11. janúar. Ánægður með árin í atvinnumennsku Ragnar gekk í raðir FH 2011 en samdi svo við Hüttenberg í Þýskalandi í janúar 2015. Hann fór svo til Bergischer í fyrra. „Þetta hafa verið frábær ár og ég hef átt góðan tíma hérna. Það gekk mjög vel hjá Hüttenberg. Við fórum upp um tvær deildir á tveimur árum og það var rosalega skemmtilegur tími. Ég stóð mig vel þar og ég er mjög stoltur af því hvernig þetta hefur þróast hjá mér,“ sagði Ragnar að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira