Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 20:00 David Alaba gæti verið að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi. Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira