Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 10:27 Morgan Johansson hefur gengist við því að hafa gert mistök. epa/Salvatore Di Nolfi Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Forsætisráðherrann Stefan Löfven, og samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölunum þetta árið vegna Covid-19. Að sögn viðstaddra mætti Morgan Johansson í verslunarmiðstöðina í fylgd nokkurra lífvarða, sem biðu með honum í biðröð fyrir utan þar sem fjöldi viðskiptavina inni hafði náð hámarki. Johansson viðurkenndi í smáskilaboðum til SVT Nyheter að hann hefði lagt leið sína í verslunarmiðstöðina til að kaupa síðbúna jólagjöf handa foreldrum sínum. Gekkst hann við því að hafa verið kærulaus í ákvörðun sinni en hins vegar hefðu engin þrengsl myndast og mögulegt að virða fjarlægðarmörk vegna starfsmanna sem höfðu yfirsýn yfir fjölda viðskiptavina hverju sinni. Í frétt SVT segir að Johansson hafi ekki gerst brotlegur við lög en bent á að athæfi hans hafi verið þvert á tilmæli heilbrigðisyfirvalda um að forðast verslanamiðstöðvar. Fjölmiðlafulltrúi Löfven sagði í smáskilaboðum til SVT að forsætisráðherrann hefði átt í samskiptum við dómsmálaráðherrann og væri sammála því að hann hefði með hegðun sinni sýnt af sér kæruleysi. Samkvæmt miðlinum var ekki mögulegt að koma í veg fyrir útsölurnar, ekki síst vegna þess að verslanamiðstöðvar hafa ekki heimild til að skipa einstaka verslunum að loka. Joakim Esbjörnsson-Klemendz, prófessor í veirufræðum við háskólann í Lundi, segir hegðun Johansson „ótrúlega óviðeigandi“, ekki síst ef erindið var ekki brýnt, eins og að sækja lyf í apótek. Þá hefur Johansson sætt gagnrýni stjórnarandstæðinga. Så förbannat illojalt mot alla andra som sköter sig: Morgan Johansson (S) gick på mellandagsrean – trots Löfvens skarpa uppmaning https://t.co/i2OK0GnxlV via @svtnyheter #svpol— Tobias Billström (@TobiasBillstrom) December 27, 2020 Frétt SVT.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira