Messi segist dreyma um að spila í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona liðsins fyrir jólafrí. Getty/David S. Bustamante Lionel Messi er sannfærður um að hann hefði unnið málið gegn Barcelona en hann vildi ekki yfirgefa félagið á þann hátt. Hann gaf mjög opinskátt sjónvarpsviðtal í Argentínu í gær. Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira