Messi segist dreyma um að spila í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona liðsins fyrir jólafrí. Getty/David S. Bustamante Lionel Messi er sannfærður um að hann hefði unnið málið gegn Barcelona en hann vildi ekki yfirgefa félagið á þann hátt. Hann gaf mjög opinskátt sjónvarpsviðtal í Argentínu í gær. Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn