Ómar Ingi hóf leikinn af miklum krafti líkt og allt lið Magdeburg. Gestirnir í Hannover-Burgdorf áttu aldrei möguleika en heimamenn voru níu mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-10.
Forystan hélst nánast óbreytt allan síðari hálfleikinn en þegar leiknum lauk var munurinn átta mörk, staðan þá 33-25. Ómar Ingi skoraði sex mörk í leiknum og Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði tvö mörk.
Magdeburg er komið upp í 5. sæti deildarinnar eftir sigur dagsins.