Stóri Ben þarf að stappa stálinu í sína menn fyrir stórt próf í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 10:01 Það er óvenjulega mikil press á Ben Roethlisberger og félögum í Pittsburgh Steelers í dag þrátt fyrir að sæti í úrslitakeppninni sé tryggt. Getty/Bryan M. Bennett Fyrir aðeins nokkrum vikum leit lið Pittsburgh Steelers út fyrir að vera eitt besta lið NFL-deildarinnar. Nú 25 dögum eftir ellefta sigurinn í röð hefur ýmislegt breyst. Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira