Stóri Ben þarf að stappa stálinu í sína menn fyrir stórt próf í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2020 10:01 Það er óvenjulega mikil press á Ben Roethlisberger og félögum í Pittsburgh Steelers í dag þrátt fyrir að sæti í úrslitakeppninni sé tryggt. Getty/Bryan M. Bennett Fyrir aðeins nokkrum vikum leit lið Pittsburgh Steelers út fyrir að vera eitt besta lið NFL-deildarinnar. Nú 25 dögum eftir ellefta sigurinn í röð hefur ýmislegt breyst. Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir tvo NFL-leiki beint í dag og í þeim fyrri þurfa umræddir leikmenn Pittsburgh Steelers að láta sverfa til stáls. Eftir þrjú töp í röð þar á meðal vandræðalegt tap fyrir einu lélegasta liði deildarinnar þarf eitthvað jákvætt að fara að gerast hjá lærisveinum Mike Tomlin í Pittsburgh Steelers. Úrslitakeppin nálgast óðfluga og þá þurfa liðin að vera í uppleið en ekki niðurleið. Tapið á móti Cincinnati Bengals í síðasta leik setti mikla pressu á Steelers menn. Þeir eru komnir inn í úrslitakeppnina en höfðu gert lítið úr hinum tapleikjunum á móti Washington Football Team og Buffalo Bills. Þriðja tapið í röð þýðir að miklu fleiri spekingar efast nú um raunverulegan styrkleika liðsins. Var kannski bara heppnin með þeim fram eftir öllum vetri eða er þetta hola sem þeir geta komist upp úr? Mótherjar dagsins eru annað lið með drauma um að komast inn og gera eitthvað í úrslitakeppninni. Lið Indianapolis Colts er inni eins og er eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið er líka í harðri baráttu við Tennessee Titans um sigur í Suðurriðli Ameríkudeildarinnar. Pressan er hvað mest á Ben Roethlisberger, Stóra Ben, leikstjórnanda Pittsburgh Steelers, sem er á lokakaflanum á sínum ferli. Frammistaða síðustu vikna bendir til þess að endir sé nærri en hann og fleiri héldu en eitt aðalvandamálið er þó að úrvalslið útherja hans á miklum vandræðum með að grípa boltann. Ben Roethlisberger kallaði saman leikmannafund á Zoom í vikunni og þar ræddu menn málin. Ben sagði sjálfur að hann vildi gera sínum mönnum grein fyrir mikilvægi leiksins í dag. Indianapolis Colts liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum og er eitt heitasta liðið í deildinni. Sigur á Steelers í dag tryggir liðinu sæti í úrslitakeppninni. Seinni leikur dagsins er síðan viðureign Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles sem geta bæði endanlega lokað á möguleika hvors annars um að komast í úrslitakeppnina. Liðin eru bæði í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem toppliðið Washington Football Team er bara með sex sigra í fjórtán leikjum. Dallas er einum sigri á eftir en er verri innbyrðis eftir tvö töp á móti Washington Football Team á tímabilinu. Philadelphia Eagles er tveimur sigrum á eftir Washington en liðin mætast í lokaumferðinni. Leikir dagsins verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport 2. Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Indianapolis Colts hefst klukkan 17.55 en útsending frá leik Dallas Cowboys og Philadelphia Eagles hefst klukkan 21.20. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Sjá meira