Innlent

Hvítá að komast í eðlilegt horf

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá Ferjubakka í Borgarfirði.
Frá Ferjubakka í Borgarfirði. Vísir/Heiða Dís Fjeldsted

Hvítá í Borgarfirði er að komast í samt horf eftir mikið flóð síðustu daga. Áin flæddi yfir veginn að Hvítárbakka í gær og talið er að töluverðar skemmdir hafi orðið á veginum. Ekki hefur orðið tjón á húsum.

„Við erum með þrjá vatnshæðarmæla, bæði í Norðurá og Hvítá, og þeir eru allir á stöðugri niðurleið. Vatnshæðarmælirinn við Kljáfoss sem er efst í Hvítá er eiginlega búinn að ná eðlilegu ástandi og mælarnir bæði í Norðurá og Hvítá við Ferjubakka eru komnir hálfa leið niður og eru á jafnri niðurleið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Mikið rennsli hefur verið í ám á Vesturlandi.Vísir/Heiða Dís Fjeldsted

Íbúar segja flóðin á svæðinu þau mestu í manna minnum. Salóme segist ekki vera komin. með nákvæmar mælingar. 

„Ég get ekki fullyrt um neitt met eða slíkt en þetta var gífurlega mikið,“ segir hún.

Klippa: Hvítá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×