Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 11:31 Fáir voru á ferli við Regent Street í dag eftir að reglurnar tóku gildi. Iðulega væri fjöldi fólks á ferli vegna útsala. Getty/Stefan Rousseau Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur. Svæði landsins hafa verið flokkuð í fjögur þrep eftir því hversu hratt smitum fjölgar og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Þau sem eru í fjórða þrepi búa við ströngustu takmarkanirnar, en alls búa um átján milljónir Breta þar sem aðgerðir hafa verið hertar hvað mest. Þannig eru íbúar á þeim svæðum beðnir um að halda sig heima nema þeir hafi ríka ástæðu til þess að vera á ferðinni, til að mynda vegna skóla eða vinnu. Þær verslanir sem ekki teljast nauðsynlegar verða lokaðar og það sama gildir um líkamsræktarstöðvar og veitingastaði. Þá má aðeins hitta einn af öðru heimili utandyra en fólki er ráðið frá því að ferðast frá því svæði sem það er búsett á, nema það sé vegna skóla eða vinnu. Stefnt er að því að endurskoða gildandi takmarkanir í Lundúnaborg fyrir 30. desember næstkomandi, en heilbrigðisráðherra landsins sagði ólíklegt að tilslakanir yrðu kynntar í ljósi stöðunnar. Bólusetning í Bretlandi hófst þann 8. desember síðastliðinn. Smitum fjölgaði um 25 prósent milli vikna og er óttast að sú þróun haldi áfram í ljósi þess afbrigðis sem hefur náð að dreifa sér sums staðar á Bretlandseyjum. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur, þó ekkert bendi til þess að það sé hættulegra eða að fólk veikist meira vegna þess. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47 Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Svæði landsins hafa verið flokkuð í fjögur þrep eftir því hversu hratt smitum fjölgar og hversu mikið álag er á sjúkrahúsum á svæðinu. Þau sem eru í fjórða þrepi búa við ströngustu takmarkanirnar, en alls búa um átján milljónir Breta þar sem aðgerðir hafa verið hertar hvað mest. Þannig eru íbúar á þeim svæðum beðnir um að halda sig heima nema þeir hafi ríka ástæðu til þess að vera á ferðinni, til að mynda vegna skóla eða vinnu. Þær verslanir sem ekki teljast nauðsynlegar verða lokaðar og það sama gildir um líkamsræktarstöðvar og veitingastaði. Þá má aðeins hitta einn af öðru heimili utandyra en fólki er ráðið frá því að ferðast frá því svæði sem það er búsett á, nema það sé vegna skóla eða vinnu. Stefnt er að því að endurskoða gildandi takmarkanir í Lundúnaborg fyrir 30. desember næstkomandi, en heilbrigðisráðherra landsins sagði ólíklegt að tilslakanir yrðu kynntar í ljósi stöðunnar. Bólusetning í Bretlandi hófst þann 8. desember síðastliðinn. Smitum fjölgaði um 25 prósent milli vikna og er óttast að sú þróun haldi áfram í ljósi þess afbrigðis sem hefur náð að dreifa sér sums staðar á Bretlandseyjum. Afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur, þó ekkert bendi til þess að það sé hættulegra eða að fólk veikist meira vegna þess.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47 Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Þurfa í sýnatöku fyrir brottför til Bandaríkjanna Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur. 25. desember 2020 09:47
Enn eitt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum: Hefur stökkbreyst meira Tvö tilfelli nýs afbrigðis SARS-CoV-2 frá Suður-Afríku hafa greinst í Bretlandi. Heilbrigðisráðherra landsins hefur biðlað til þeirra sem hafa ferðast frá Suður-Afríku til Bretlands á síðustu tveimur vikum um að einangra sig. 23. desember 2020 15:41