Gísli sagður kærður fyrir líkamsárás og hættur hjá Sjálfstæðisflokknum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 11:22 Gísli var formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins þar til í síðustu viku. GAMMA Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxar Fiskeldis, er nýr formaður fjármálaráðs Sjálfstæðisflokksins. Tók hann við stöðunni af Gísla Haukssyni, gjarnan kenndum við Gamma, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli hefði verið kærður fyrir líkamsárás. „Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins. GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ég var beðin um það í síðustu viku,“ svaraði Jens, spurður um það hvort og hvenær hann hefði tekið við af Gísla en heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hefur þegar verið breytt til að endurspegla breytinguna. „Ég sit í framkvæmdaráði og var beðinn um að taka við þessari stöðu. Og gerði það,“ sagði hann. Jens sagðist ekki vera kunnugt um að beiðnin tengdist kæru á hendur Gísla. Sakaður um að hafa þrengt hættulega fast og lengi að hálsi Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Gísli, sem var annar stofnenda GAMMA Capital Management, hefði verið kærður til lögreglu fyrir lífshættulega atlögu að fyrrverandi sambýliskonu sinni. Er honum gert að sök að hafa beitt konuna ofbeldi og þrengt hættulega fast og lengi að hálsi hennar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er rannsókn málsins á frumstigi og ekki vitað hvort skýrsla hafi verið tekin af Gísla. Vísi tókst ekki að ná tali af Gísla við vinnslu fréttarinnar. Hætti hjá GAMMA til að einbeita sér að eigin fjárfestingum og stjórnarsetu GAMMA var stofnað árið 2008 af Gísla og Agnari Tómasi Möller. Gísli var löngum forstjóri félagsins en hætti árið 2018. Hann var þó áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA. Gísli flutti út 2015 og leiddi meðal annars uppbyggingu á erlendri starfsemi félagsins. „Ég læt nú af störfum hjá félaginu sem ég stofnaði fyrir um 10 árum og hefur átt hug minn allan þann tíma. Á þessum tímamótum við 10 ára afmæli félagsins er gott tilefni til að breyta til og mun ég einbeita mér í ríkara mæli að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfestingum og fjölskyldunnar, stjórnarsetu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Ég verð áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og mun styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. Rekstur félagsins er í góðum höndum samstarfsmanna til margra ára og veit ég að GAMMA verður áfram í fremstu röð fjármálafyrirtækja,“ var haft eftir Gísla á heimasíðu GAMMA þegar hann lét af störfum. Sama ár nam hagnaður fjárfestingafélags Gísla tæplega 1.083 milljónum króna. Kvika eignaðist GAMMA Capital Management í mars 2019. Seinna sama ár kom í ljós að staða tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri GAMMA væri töluvert verri en gert hafði verið ráð fyrir. Í kjölfarið var ráðist í endurskipulagningu félagsins.
GAMMA Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira