Stóri Ben og félagar frekar litlir í sér í tapi á móti einu lélegasta liði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 16:01 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers eru í tómu tjóni með liðið sitt rétt fyrir úrslitakeppni. AP/Michael Conroy Pittsburgh Steelers tapaði þriðja leiknum í röð í nótt og liðið sem var síðasta liðið til að tapa leik hefur ekki gert annað síðan. Cincinnati Bengals var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu tólf leikjum sínum í NFL-deildinni í vetur en vann frekar sannfærandi 27-17 sigur á Pittsburgh Steelers í lokaleik fimmtándu leikviku. Cincinnati Bengals var 17-0 yfir í hálfleik og 24-10 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta gerði Cincinnati Bengals liðið þrátt fyrir að leik án sinna tveggja stærstu stjarna, leikstjórnandans Joe Burrow og hlauparans Joe Mixon. FINAL: The @Bengals take this AFC North matchup! #SeizeTheDEY #PITvsCIN (by @Lexus) pic.twitter.com/AAv6cnH2ND— NFL (@NFL) December 22, 2020 Ryan Finley, þriðji leikstjórnandi liðsins, leiddi liðið til sigurs og hlauparinn og varaskeifan Giovani Bernard átti mjög góðan leik. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti ekki góðan leik og liðið hans virðist vera í tómu tjóni. Steelers vann ellefu fyrstu leiki sína á tímabilinu en hefur nú tapað þremur í röð og ekki skorað yfir tuttugu stig í fjórum síðustu leikjum sínum. Ryan Finley keeps it for the 23-yard rushing TD! The @Bengals take a 14-point lead. #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/K8GtmUyZ5R— NFL (@NFL) December 22, 2020 Það héldu flestir að liðið myndi rífa sig upp á móti einu slakasta liði NFL-deildarinnar en annað kom heldur betur á daginn. Í ofanlag var liði að tapa í fyrsta sinn fyrir Bengals síðan 2015. „Við verðum að kafa djúpt. Við þurfum að finna út hvað er að og verða betri,“ sagði varnarmaðurinn TJ Watt eftir leik. „Ég hef aldrei hætt að trúa á þetta lið. Við verðum bara að leysa þetta og ég tel að við getum það,“ sagði Ben Roethlisberger. Mackensie Alexander with the interception! #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/OnWoAj114l— NFL (@NFL) December 22, 2020 Pittsburgh Steelers er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en þessi taphrina hefur aftur á móti gefið Cleveland Browns tækifæri til að vinna Norðurriðil Ameríkudeildarinnar því Browns er nú aðeins einum sigri á eftir Steelers. Pittsburgh Steelers á heldur ekki auðvelda andstæðinga í lokaumferðunum eða umrætt Cleveland Browns lið á útivelli og svo Indianapolis Colts sem hefur líka unnið tíu af fjórtán leikjum sínum á leiktíðinni. The Steelers are the 17th team in NFL history to start a season 11-0 or better. They are just the 3rd team among that group to lose 3 straight games immediately following an 11-0 or better start, alongside the 1969 Rams and 2009 Saints.The 2009 Saints won the Super Bowl. pic.twitter.com/G2Eud1bkT6— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) December 22, 2020 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Cincinnati Bengals var aðeins búið að vinna tvo af fyrstu tólf leikjum sínum í NFL-deildinni í vetur en vann frekar sannfærandi 27-17 sigur á Pittsburgh Steelers í lokaleik fimmtándu leikviku. Cincinnati Bengals var 17-0 yfir í hálfleik og 24-10 yfir þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Þetta gerði Cincinnati Bengals liðið þrátt fyrir að leik án sinna tveggja stærstu stjarna, leikstjórnandans Joe Burrow og hlauparans Joe Mixon. FINAL: The @Bengals take this AFC North matchup! #SeizeTheDEY #PITvsCIN (by @Lexus) pic.twitter.com/AAv6cnH2ND— NFL (@NFL) December 22, 2020 Ryan Finley, þriðji leikstjórnandi liðsins, leiddi liðið til sigurs og hlauparinn og varaskeifan Giovani Bernard átti mjög góðan leik. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Pittsburgh Steelers, átti ekki góðan leik og liðið hans virðist vera í tómu tjóni. Steelers vann ellefu fyrstu leiki sína á tímabilinu en hefur nú tapað þremur í röð og ekki skorað yfir tuttugu stig í fjórum síðustu leikjum sínum. Ryan Finley keeps it for the 23-yard rushing TD! The @Bengals take a 14-point lead. #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/K8GtmUyZ5R— NFL (@NFL) December 22, 2020 Það héldu flestir að liðið myndi rífa sig upp á móti einu slakasta liði NFL-deildarinnar en annað kom heldur betur á daginn. Í ofanlag var liði að tapa í fyrsta sinn fyrir Bengals síðan 2015. „Við verðum að kafa djúpt. Við þurfum að finna út hvað er að og verða betri,“ sagði varnarmaðurinn TJ Watt eftir leik. „Ég hef aldrei hætt að trúa á þetta lið. Við verðum bara að leysa þetta og ég tel að við getum það,“ sagði Ben Roethlisberger. Mackensie Alexander with the interception! #SeizeTheDEY : #PITvsCIN on ESPN : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/pZlOokjorx pic.twitter.com/OnWoAj114l— NFL (@NFL) December 22, 2020 Pittsburgh Steelers er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en þessi taphrina hefur aftur á móti gefið Cleveland Browns tækifæri til að vinna Norðurriðil Ameríkudeildarinnar því Browns er nú aðeins einum sigri á eftir Steelers. Pittsburgh Steelers á heldur ekki auðvelda andstæðinga í lokaumferðunum eða umrætt Cleveland Browns lið á útivelli og svo Indianapolis Colts sem hefur líka unnið tíu af fjórtán leikjum sínum á leiktíðinni. The Steelers are the 17th team in NFL history to start a season 11-0 or better. They are just the 3rd team among that group to lose 3 straight games immediately following an 11-0 or better start, alongside the 1969 Rams and 2009 Saints.The 2009 Saints won the Super Bowl. pic.twitter.com/G2Eud1bkT6— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) December 22, 2020 NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira