Ein af stjörnum norska liðsins grét eftir að gullið var í höfn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 08:00 Camilla Herrem og Stine Bredal Oftedal lyfta hér EM-bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna. EPA-EFE/HENNING BAGGER Camilla Herrem hefur verið í öllum meistaraliðum Þóris Hergeirssonar og fór á kostum á Evrópumótinu í ár. Viðbrögð hennar í verðlaunaafhendingunni vöktu athygli. Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira
Ein stærsta stjarnan í norska kvennalandsliðinu gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hafa tekið á móti Evrópumeistararbikarnum ásamt fyrirliðanum Stine Bredal Oftedal. Á meðan allar landsliðskonur Noregs brostu út að eyrum með gullið um hálsinn þá mátti sjá tárin renna hjá vinstri hornamanninum Camilla Herrem. Camilla Herrem, sem er orðin 34 ára gömul og hefur spilað með landsliðinu frá árinu 2006, var spurð út í tárin á blaðamannafundi eftir leikinn. Man lander liksom ikke etter enn sånn idrettsprestasjon som de norske jente leverer i dag og ta en spiller som @CamillaHerrem da som nå har tatt 8 gull på 10 finaler - er jo helt vilt også må vi takke @ViaplayDaniel for en nydelig formidling av håndballen nok et mesterskap — Tobias Løke (@TobiasLke1) December 20, 2020 „Ég ætla að reyna að gráta ekki en það verður erfitt,“ sagði Camilla Herrem áður en hún útskýrði tárin. TV2 sagði frá. „Tárin voru vegna föður míns sem ég missti fyrir tveimur árum síðan. Hann hafði komið á öll stórmótin mín. Ég hugsaði til hans og hvað hann hefði verið stoltur af mér og liðinu mínu,“ sagði Herrem. Faðir hennar hét Carl Otto Herrem og lést 63 ára að aldri í febrúar á síðasta ári. Camilla Herrem hefur verið með í öllum sjö meistaraliðum norska kvennalandsliðsins í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hún var valin í úrvalslið EM í ár og var það í fjórða sinn sem hún komst í úrvalslið á stórmóti. Here they are - the #ehfeuro2020 All-star Team! #handballispassion pic.twitter.com/p1bBvHPAq3— EHF EURO (@EHFEURO) December 20, 2020 Camilla Herrem endaði sem fimmti markahæsti leikmaður Evrópumótsins í ár með 33 mörk í 8 leikjum. Herrmen nýtti sjötíu prósent skota sinna og það var aðeins einn leikmaður á öllu mótinu sem skoraði fleiri mörk utan af velli en hún. Camilla Herrem er mikil hraðaupphlaupsmanneskja en 21 af 33 mörkum hennar komu úr hraðaupphlaupum eða 2,6 að meðaltali í leik. Ingen gull uten at @CamillaHerrem synger Tore Tang for full hals? https://t.co/ZUGpT2bFaU— TV 2 Sporten (@2sporten) December 20, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Fótbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Sjá meira