Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2020 22:21 Fyrstu bílarnir aka í gegn eftir að Austureyjargöngin voru opnuð. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt: Færeyjar Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt:
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Sjá meira