Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2020 22:21 Fyrstu bílarnir aka í gegn eftir að Austureyjargöngin voru opnuð. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt: Færeyjar Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt:
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira