Krummi glímir við krónískt eyrnasuð: „Ég fór rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 07:00 Krummi er einlægur í færslu sinni á Instagram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi, opnar sig um veikindi sem hann hefur verið að glíma við síðustu mánuði í opinskárri færslu á Instagram. Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic) Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic)
Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira