Klopp skaut aðeins á Manchester þegar hann tók við verðlaunum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 08:31 Það var létt yfir þeim Jürgen Klopp og Jordan Henderson eftir stórsigur Liverpool á Crystal Palace um helgina. Getty/Marc Atkins Vikan varð enn betri fyrir Liverpool og knattspyrnustjóra liðsins í gærkvöldi þegar Liverpool var sigursælt á uppskeruhátíð íþróttaársins á breska ríkisútvarpinu. Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira