Klopp skaut aðeins á Manchester þegar hann tók við verðlaunum sínum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 08:31 Það var létt yfir þeim Jürgen Klopp og Jordan Henderson eftir stórsigur Liverpool á Crystal Palace um helgina. Getty/Marc Atkins Vikan varð enn betri fyrir Liverpool og knattspyrnustjóra liðsins í gærkvöldi þegar Liverpool var sigursælt á uppskeruhátíð íþróttaársins á breska ríkisútvarpinu. Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Jürgen Klopp og Liverpool liðið hans fengu verðlaun í gærkvöldi á BBC SPOTY verðlaunum fyrir íþróttaárið 2020. Þetta hefur verið magnað ár fyrir Liverpool liðið sem endaði þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum í sumar og er nú aftur á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir gott gengi að undanförnu. Þetta kristallaðist líka á verðlaunahátíð BBC í gær. Liverpool var valið lið ársins og Jürgen Klopp var kosinn þjálfari ársins. Fyrirliðinn Jordan Henderson var síðan í öðru sæti í kosningunni á íþróttastjörnu ársins. Formúlukappinn Lewis Hamilton var kosin íþróttastjarna ársins. The awards didn't stop there for @LFC... Jurgen Klopp was crowned Coach of the Year! This is how the Liverpool boss reacted #SPOTYpic.twitter.com/YPdXL92tER— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2020 Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þarna að vinna sín önnur þjálfaraverðlaun á nokkrum dögum því í síðustu viku var hann kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. „Mér finnst að liðið mitt eigi þetta skilið því þeir skiluðu ótrúlegu verki á árinu. Þetta er sambland af hæfileikum, karakter og þrá auk kraftsins í félaginu sem er mikill. Þetta kemur allt saman hjá okkur sem færði okkur titilinn sem var frábær stund,“ sagði Jürgen Klopp eftir að hann fékk verðlaunin en hann var þar að tjá sig um kosningu Liverpool liðsins sem lið ársins. „Nú er bara að brúa þennan tíma þar til áhorfendurnir fá að koma aftur á völlinn. Við viljum skipuleggja eitt risastórt partý þegar þeir mega allir koma aftur. Kannski getum við unnið eitthvað meira áður en kemur að því. Ef það tekst ekki þá getum við samt sem áður fagnaði því sem við unnum á þessu ári,“ sagði Klopp og hann stóðst ekki freistinguna og skaut aðeins á Manchester. Jurgen Klopp aims dig at Manchester as Liverpool collect two BBC SPOTY awards https://t.co/FPE4K0ckh1— MailOnline Sport (@MailSport) December 21, 2020 „Að fá þessu verðlaun hér í Manchester gerir þau enn sætari,“ sagði Klopp sem þakkaði síðan liði sínu og leikmönnunum fyrir það að hann hafi fengið verðlaunin sem þjálfari ársins. Þetta var frábær vika fyrir Liverpool. Sigrar á Tottenham og Crystal Palace færðu liðinu fjögurra stiga forskot á toppnum og knattspyrnustjórinn var hlaðinn verðlaunum. Ekki hefur enn heyrst í skoðun Jose Mourinho á verðlaunum Klopp í gær en hann var ekki sáttur við að Klopp hafi verið kosinn þjálfari ársins hjá FIFA.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira