Svíar og Frakkar loka á Bretland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 19:54 Mikael Damberg er innanríkisráðherra Svíþjóðar. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30