„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 18:24 Þórólfur segir einn einstakling með breska afbrigðið hafa greinst á landamærunum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira