„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 18:24 Þórólfur segir einn einstakling með breska afbrigðið hafa greinst á landamærunum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira