Endurheimti bróður sinn og er efst eftir fyrsta dag á síðasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 13:31 Lexi Thompson sést hér hlæjandi eftir einn góðan brandara frá bróður sínum Curtis Thompson. Getty/Michael Reaves Lexi Thompson lék best allra á fyrsta degi á CME Group Tour meistaramótinu í golfi sem er lokamótið á bandarísku mótaröð kvenna á þessu ári. Lexi Thompson lék fyrsta daginn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún getur endurtekið afrek sitt frá 2018 þegar hún vann einnig lokamót tímabilsins. Thompson byrjaði hringinn frábærlega og fékk fimm fugla á fyrstu sjö holunum. Hún endaði með átta fugla og einn skolla á hringnum. But I've worked extremely hard this last week coming into this (event), so I m very happy with how today went and how I committed to my shots. 2018 Champion @Lexi Thompson leads the @CMEGroupLPGA by one stroke STORY https://t.co/YyJjnhl5d0— LPGA (@LPGA) December 18, 2020 Danski kylfingurinn Nanna Koerstz Madsen er aðeins einu höggi frá toppsætinu eftir fyrsta daginn en í þriðja sætinu eru þær Megan Khang, Sei Young Kim og Caroline Masson sem léku allar á fimm höggum undir pari. Lexi Thompson naut góðs af því að vera búin að endurheimta kylfusveininn sinn en bróðir hennar Curtis Thompson var ekki með henni á Opna bandaríska risamótinu um síðustu helgi. „Ef við erum heima þá við erum við alltaf að spila golf saman og grínast í hvoru öðru,“ sagði Lexi Thompson sem fagnar því að endurheimta bróður sinn í hlutverk kylfusveins. .@TiburonNaples brings out the best in @Lexi. The 2018 @CMEGroupLPGA champ heads into day two at 7-under with a one shot lead! pic.twitter.com/p8tVf6oYpI— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 „Það er frábært að hafa hann með mér. Ég met það mikils að hann sé tilbúinn að hjálpa mér og aðstoðaða mig við að halda andrúmsloftinu léttu. Hvort sem ég spila vel eða illa þá fær hann mig alltaf til að brosa,“ sagði Thompson. Sigurvegarinn fær 1,1 milljón dollara eða meira en 140 milljónir íslenskra króna. Þetta er það mesta sem konurnar geta unnið á einu móti á LPGA-mótaröðinni. .@Lexi leads by one in Naples after 18 holes at the @CMEGroupLPGA FULL LEADERBOARD https://t.co/W0dqKzgI3T#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Útsending frá öðrum degi CME Group Tour meistaramótsins hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Golf en sýnt verður frá mótinu alla helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lexi Thompson lék fyrsta daginn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Hún getur endurtekið afrek sitt frá 2018 þegar hún vann einnig lokamót tímabilsins. Thompson byrjaði hringinn frábærlega og fékk fimm fugla á fyrstu sjö holunum. Hún endaði með átta fugla og einn skolla á hringnum. But I've worked extremely hard this last week coming into this (event), so I m very happy with how today went and how I committed to my shots. 2018 Champion @Lexi Thompson leads the @CMEGroupLPGA by one stroke STORY https://t.co/YyJjnhl5d0— LPGA (@LPGA) December 18, 2020 Danski kylfingurinn Nanna Koerstz Madsen er aðeins einu höggi frá toppsætinu eftir fyrsta daginn en í þriðja sætinu eru þær Megan Khang, Sei Young Kim og Caroline Masson sem léku allar á fimm höggum undir pari. Lexi Thompson naut góðs af því að vera búin að endurheimta kylfusveininn sinn en bróðir hennar Curtis Thompson var ekki með henni á Opna bandaríska risamótinu um síðustu helgi. „Ef við erum heima þá við erum við alltaf að spila golf saman og grínast í hvoru öðru,“ sagði Lexi Thompson sem fagnar því að endurheimta bróður sinn í hlutverk kylfusveins. .@TiburonNaples brings out the best in @Lexi. The 2018 @CMEGroupLPGA champ heads into day two at 7-under with a one shot lead! pic.twitter.com/p8tVf6oYpI— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 „Það er frábært að hafa hann með mér. Ég met það mikils að hann sé tilbúinn að hjálpa mér og aðstoðaða mig við að halda andrúmsloftinu léttu. Hvort sem ég spila vel eða illa þá fær hann mig alltaf til að brosa,“ sagði Thompson. Sigurvegarinn fær 1,1 milljón dollara eða meira en 140 milljónir íslenskra króna. Þetta er það mesta sem konurnar geta unnið á einu móti á LPGA-mótaröðinni. .@Lexi leads by one in Naples after 18 holes at the @CMEGroupLPGA FULL LEADERBOARD https://t.co/W0dqKzgI3T#NECLPGAStats— LPGA (@LPGA) December 17, 2020 Útsending frá öðrum degi CME Group Tour meistaramótsins hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Golf en sýnt verður frá mótinu alla helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira