Ronaldo, Lewandowski og Lionel Messi voru tilnefndir sem besti leikmaður heims og fylgdust með verðlaunaafhendingunni í gegnum fjarfundabúnað.
Þegar Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnti að Lewandowski hefði hreppt hnossið gat Ronaldo ekki leynt vonbrigðum sínum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Cristiano Ronaldo s vibe after losing: pic.twitter.com/PppYAAQhJu
— ESPN FC (@ESPNFC) December 17, 2020
Ronaldo vann þessi verðlaun 2016 og 2017 en lenti í 2. sæti í kjörinu í ár. Hann fékk 38 atkvæði en Lewandowski 52 atkvæði. Messi var í 3. sæti með 35 atkvæði.
Lewandowski vann allt sem hægt var að vinna með Bayern München á síðasta tímabili og skoraði 55 mörk í 47 leikjum fyrir þýska liðið.