Menntaskóladrengirnir sloppnir úr haldi Boko Haram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 23:23 Drengirnir hafa verið í haldi vígamanna Boko Haram í tæpa viku. Getty/Olukayode Jaiyeola Meira en þrjú hundruð menntaskóladrengir í Nígeríu sem var rænt í síðustu viku úr heimavistarskóla í Katsina héraðinu hafa sloppið úr haldi ræningja sinna. Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins. Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Talsmaður ríkisstjórnar Katsina greindi frá því í dag að 344 drengir hafi snúið aftur til síns heima og eru þeir allir hraustir. Ekki er vitað hvernig drengirnir sluppu. Yfirvöld segja að öllum drengjunum, sem voru teknir, hafi verið sleppt en aðrar frásagnir benda til þess að einhverjir séu enn í haldi ræningja sinna. Hópur árásarmanna, sem vopnaðir voru AK-47 hríðskotarifflum, réðst á heimavistarskólann á föstudaginn í síðustu viku og numu þeir meira en þrjú hundruð drengi á brott. Hryðjuverkahópurinn Boko Haram tók í vikunni ábyrgð á árásinni og birtu samtökin myndband sem sýndi einhverja drengina. Yfirvöld sögðu í vikunni að 320 drengja væri saknað en heimamenn og foreldrar drengjanna sögðu að þeir væru töluvert fleiri. Því er ekki víst hvort einhverjir séu enn í haldi eða hvort þeir hafi allir verið frelsaðir. Fréttastofa Reuters hafði eftir Aminu Bello Masari, ríkisstjóra Katsina, að flestir drengjanna væru komnir í öruggt skjól en enn væru einhverjir enn í haldi árásarmannanna. Þá hafði fréttastofa AFP einnig eftir heimildarmanni að einhverjir drengjanna væru enn í haldi. Abdul Labaran, talsmaður yfirvalda í Katsina, sagði í yfirlýsingu í dag að enginn drengjanna hafi dáið í haldi árásarmannanna. Það fer þvert gegn því sem kom fram í myndbandinu sem Boko Haram sendi frá sér, þar sem einn drengjanna sagði að nokkrir samnemendur hans hafi verið drepnir í árás nígerska flughersins.
Nígería Tengdar fréttir Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23 Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. 15. desember 2020 22:23
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48