Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 21:18 Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands. EPA-EFE/Marcin Obara Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59