Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. desember 2020 19:10 Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Fyrr í dag var sagt frá því að nokkuð hafi borið á því að farþegar sem hafi komið til landsins með flugi síðustu daga, hafi verið sóttir á Keflavíkurflugvöll og þá þvert á tilmæli yfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sagði í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Rætt var við nokkra á flugvellinum í dag sem höfðu lagt leið sína þangað til að sækja einhverja sem voru að fljúga til landsins. Þar virtist fólk meðvitað um sóttvarnarreglur og viðmið. Leigubílstjóri sem hefur fylgst með á flugvellinum dregur þó verulega í efa að reglum hafi verið fylgt og að allir þeir sem hafi sótt fólk og keyrt með þeim til byggða muni fara í sóttkví. Elma Cates var mætt til að sækja barnabörn sín og hún sagði að allir færu saman í sóttkví eftir á. Það væri þess virði að fá börnin heim yfir jólin. Þorgerður Gylfadóttir greip til ráðstafana og kom með aukabíl til að sækja dóttur sína og tengdason. Þá var búið að koma þeim fyrir í annarri íbúð þar sem þau gætu verið í sóttkví. Edith Louise Carlson, leigubílstjóri, sagði marga hafa verið sótta á einkabílum og hún hefði ekki trú á því að allt það fólk færi í sóttkví. Þá hefðu margir verið að faðmast. Fólk að kyssast og knúsast Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagðist hafa áhyggjur af stöðunni. Enn og aftur væri fólk að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn, þrátt fyrir að margsinnis væri búið að benda fólki á að gera það ekki. Fólk væri „jafnvel að kyssast og knúsast og taka af sér grímurnar,“ eins og Sigurgeir orðaði það. Hann sagði fjórar leiðir í boði fyrir fólk. Bílaleigubíl, flugrútu, leigubílar eða þá að skilja eftir bíla fyrir þá sem séu að koma til landsins erlendis frá. Hann sagði að eftirlit með þessu yrði hert en vildi ekki segja til um hvort fólk gæti átt von á sektum. Sigurgeir segði að alltaf væri reynt að fara hina leiðina en það væri ekki útilokað að sekta fólk.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Stefna kennurum Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira