Verslunum í Danmörku gert að loka fram yfir áramót Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 17:45 Aðgerðir hafa verið hertar umtalsvert í Danmörku, en metfjöldi smita greindist í gær. EPA-EFE/Philip Davali Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að herða aðgerðir í ljósi versnandi stöðu faraldursins þar í landi. Allar verslanir fyrir utan matvöruverslanir og apótek munu þurfa að loka frá 25. desember og mega þær opna á ný þann 3. janúar. Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Aðgerðirnar gilda á landsvísu, en hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en nú munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum. Einyrkjar þurfa að loka starfsemi sinni frá 21. desember, þar með talið hárgreiðslustofur og sjúkraþjálfarar, og mun samkomubann miðast við tíu manns að hámarki. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Staða kórónuveirufaraldursins er því miður mjög alvarleg. Yfir 22 þúsund hafa greinst með veiruna síðastliðna viku og 15 þúsund vikuna áður. Vitaskuld eru fleiri sýni tekin nú en við sjáum því miður að fleiri eru að greinast jákvæðir.“ Samhliða fleiri smitum fjölgar innlögnum á sjúkrahús og eru 493 vegna Covid-19 samkvæmt danska ríkisútvarpinu, 54 fleiri en voru í gær. Áhættustig var hækkað upp í 4 sem er það næst hæsta samkvæmt kerfinu sem þar er í gildi. Þó svo að samkomubann miðist við tíu manns biður Frederiksen fólk ekki um að horfa á það sem almenna hvatningu til þess að halda tíu manna samkomur. Þvert á móti ættu sem fæstir að koma saman yfir hátíðirnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54 Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11 Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær. 10. desember 2020 14:54
Veitingastaðir og barir loki og elstu grunnskólabörnin send heim Danska ríkisstjórnin kynnir hertar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á fréttamannafundi klukkan 11 að íslenskum tíma. Heimildir danskra fjölmiðla herma að aðgerðirnar snúist meðal annars um að senda öll grunnskólabörn í 5. bekk og á eldri stigum. Þá verði öllum veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og leikhúsum gert að loka. 7. desember 2020 09:11
Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. 6. desember 2020 21:14