Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 22:23 Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag. EPA-EFE/AKINTUNDE AKINLEYE Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“ Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“
Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Sjá meira
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48