Handbolti

Þrjú mörk Kristínar dugðu ekki til og Frakkland og Króatía í undanúrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sweden vs Czech Republic - Women's EHF EURO 2020 HERNING, DENMARK - DECEMBER 03: Kristin Thorleifsdóttir of Sweden in action during the Women's EHF EURO 2020 match beween Sweden and Czech Republic in Jyske Bank Boxen on December 03, 2020 in Herning, Denmark. (Photo by Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images)
Sweden vs Czech Republic - Women's EHF EURO 2020 HERNING, DENMARK - DECEMBER 03: Kristin Thorleifsdóttir of Sweden in action during the Women's EHF EURO 2020 match beween Sweden and Czech Republic in Jyske Bank Boxen on December 03, 2020 in Herning, Denmark. (Photo by Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images)

Frakkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum EM kvenna í handbolta sem fer fram í Danmörku.

Króatía vann sigur á Þýskalandi. Eftir að staðan var 12-12 í hálfleik gengu Króatarnir á lagið í síðari hálfleik og unnu að endingu, 23-20.

Króatía er því með átta stig í milliriðli tvö og fer því áfram úr milliriðli tvö með Noregi en Þýskaland er á leið heim.

Í milliriðli eitt eru Frakkar öruggir áfram eftir sigur á Svíum, 31-25. Staðan var einnig jöfn í þeim leik, 14-14, en Frakkarnir voru sterkari í síðari hálfleik.

Kristín Andrésdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Svía. Isabelle Gullden var markahæst með fimm mörk en Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk.

Frakkarnir eru með níu stig en Rússar og Danir berjast um síðasta sætið í undanúrslitunum síðar í kvöld er þau eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×