Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:49 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50