Lífið

Fékk já­kvætt út úr ó­léttu­prófinu rétt fyrir heila­skurð­að­gerðina sem gekk eins og í sögu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ástrós Rut á í dag von á sínu öðru barni.
Ástrós Rut á í dag von á sínu öðru barni.

Nú eru aðeins níu dagar til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins. Síðustu átta gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Sögurnar voru bæði skemmtilegar, fyndnar og tilfinningaþrungnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sigmar Vilhjálmsson, Helgi Jean Claessen, Þorkell Máni Pétursson, Jón Gunnar Geirdal, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ástrós Rut Sigurðardóttir.

Ástrós Rut sagði frá eftirminnilegum jólum en um þau jól átti Bjarki Már Sigvaldason eiginmaður hennar á þeim tíma að fara í heilaskurðaðgerð. Bjarki Már féll frá á síðasta ári eftir sjö ára baráttu við krabbamein.

Saman eignuðust þau stúlkuna Emmu. Fyrir þessi jól fékk Ástrós þær fréttir að hún væri barnshafandi og náði að tilkynna Bjarka fréttirnar rétt fyrir aðgerð. Hún segir að fréttirnar hafi gefið Bjarka mikinn styrk og hafi þetta verið hans besta aðgerð, en Ástrós hefur í raun ekki tölu á því hversu oft Bjarki fór í heilaskurðaðgerð.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem má heyra átta mjög skemmtilegar jólasögur.

Hér að neðan má sjá jólaþáttinn frá því á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×