Takahiro Shiraishi, kallaður „Twitter-morðinginn“ var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans. Hann játaði morðin í október sl.
Átta fórnarlamba Shiraishi voru konur, ein þeirra 15 ára.
Lögmenn hans sögðu fyrir dómi að horfa ætti til þess við ákvörðun refsingarinnar að fórnarlömbin hefðu verið í sjálfsvígshugleiðingum og að þau hefðu veitt samþykki fyrir því að vera myrt.
Hinn þrítugi Shiraishi fékk fórnarlömbin til að koma til sín með því að segja þeim að hann gæti aðstoðað þau við að deyja og í nokkrum tilvikum hélt hann því fram að hann hygðist einnig taka eigið líf.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.