Sport

Viktor lokaði markinu hjá topp­liðinu og sex mörk Teits dugðu ekki til í ó­væntu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli varði vel í marki GOG.
Viktor Gísli varði vel í marki GOG. vísir/getty

Nokkrir íslenskir landsliðsmenn voru í eldlínunni bæði í fótboltanum og handboltanum á Norðurlöndunum. Atkvæðamestir þeirra voru Teitur Örn Einarsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

GOG er áfram á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann í kvöld stórsigiur á Ringsted á heimavelli, 28-22. GOG er nú þremur stigum á undan Álaborg á toppnum.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. GOG var þremur mörkum yfir, 12-9, er liðin gengu til búningsherbergja en í síðari hálfleik stigu þeir á bensíngjöfina.

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, lokaði hreinlega markinu hjá GOG en hann varði helming þeirra skota sem hann fékk á sig, eða ellefu skot talsins.

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk og var næst markahæstur hjá Kristianstad er liðið tapaði fyrir Hallby, 37-34, eftir að hafa leitt 19-17 í hálfleik.

Ólafur Guðmundsson var ekki með Kristianstad sem er í sjötta sætinu með átján stig. Fimm stigum á eftir toppliði Malmö en Hallby er í níunda sætinu.

Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk, úr tveimur skotum, er SönderyskE tapaði 32-29 fyrir TTH Holstebro í danska boltanum í dag. SönderjyskE er í 7. sætinu í Danmörku.

Það var Íslendingaslagur í danska fótboltanum er OB og Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli. Mikael Anderson byrjaði inn á hjá Midtjylland en var tekinn af velli á 65. mínútu. Midtjylland er jafnt Bröndby á toppi deildarinnar.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á í hálfleik fyrir OB sem er í níunda sætinu, fjórum stigum frá topp sex hlutanum. Aron Elís Þrándarson var ekki með OB vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×