Staðan var 15-14 fyrir Þýskaland í hálfleik sem þurfti stigin tvö til þess að eygja möguleika á því að komast í undanúrslitin.
Á endasprettinum voru heimsmeistararnir í Hollandi hins vegar sterkari og unnu að lokum með einu marki, 28-27. Liðin eru nú jöfn með fjögur stig hvor í 3. til 4. sætinu en Króatía er með sex stig og Noregur átta.
Lois Abbingh var mögnuð í hollenska liðinu. Hún skoraði átta mörk og var markahæst. Julia Behnke og Kim Naidzinavicius voru markahæstar í þýska liðinu með fjögur mörk.