„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2020 13:12 Nýja greiningartækið getur greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Það heitir Cobas 8800. Vísir/Baldur Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nýja greiningartækið, sem kostaði um hundrað milljónir króna, þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið og getur það greint um fjögur þúsund sýni á sólarhring. Þegar það verður sett saman og kemst í notkun verður sýkla-og veirufræðideildin ekki lengur háð aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur veitt dygga aðstoð frá upphafi faraldursins. Upphaflega stóð til að tækið kæmi til landsins með fraktflugvél Icelandair en tækið reyndist of stórt. Gripið var til þess ráðs að leigja úkraínska Antonov 12 herflutningafél en tækið kom til landsins um kvöldmatarleytið í gær með þeirri vél. „Þetta er tæki af bestu gerð sem fáanlegt er í dag hvað varðar greiningar á erfðaefni með sameindafræðilegri greiningu. Þetta er mjög afkastamikið tæki og hefur möguleika á að greina fjölda veira og baktería.“ Nokkrar tafir urðu á komu tækisins til landsins, meðal annars út af faraldrinum sjálfum en þrátt fyrir að langt sé liðið á faraldurinn mun tækið kom að góðum notum og auka afkastagetu deildarinnar á öðrum sviðum. Cobas 8800 þykir bæði afar fullkomið og afkastamikið. „Tilefni kaupanna var Covid-19 faraldurinn því afkastageta tækisins hjálpar okkur að halda betur utan um þetta þannig að við getum framkvæmt fleiri greiningar en þetta er í raun og veru miklu meira en það. Þetta er í rauninni mjög fullkomið tæki sem setur okkur framarlega hvað varðar greiningagetu og getur þar með bætt þjónustuna. Tækið getur til dæmis greint lifrarbólguveirurnar, HPV veiruna sem veldur leghálskrabbameini, Cýtómegalóveiru, Epstein- Barr veiruna og Adenóveirur. Þá getur það einnig greint veirumagnið sem getur skipt verulegu máli þegar verið er að meta árangur meðferðar og horfur sjúklinga“. Karl kveðst himinlifandi með nýja tækið sem muni bæta þjónustu við sjúklinga til muna. „Það má segja það að deildin verði með þessu á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og mögulega á greiningum. Það er hægt að greina berklabakteríur og ónæmisgen berklabakteríunnar, klamýdíu og lekanda þannig að þetta opnar ýmsa möguleika. Það er mjög spennandi að fá svona tæki í hendurnar og geta farið að endurskipuleggja þjónustuna og bæta hana með tilkomu þessa tækis.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nýtt Covid greiningartæki Landspítalans getur nýst við skimun á leghálskrabbameini Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir allt á ætlun þegar kemur að færslu skimunar leghálskrabbameins frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar. Hann segir ný COVID greiningartæki Landspítalans geta nýst við skimunina. 4. september 2020 12:34