Gestirnir frá Parma komust yfir strax á 13.mínútu með marki Hernani og snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði Jasmin Kurtic forystuna fyrir gestina.
Franski varnarmaðurinn Theo Hernandez var fljótur að minnka muninn fyrir AC Milan og hann skoraði svo aftur á lokamínútum leiksins og tryggði sínu liði þar með eitt stig. Lokatölur 2-2.
AC Milan því enn taplaust í deildinni en liðið hefur leikið án sinnar skærustu stjörnu, Zlatan Ibrahimovic, í undanförnum leikjum þar sem Svíinn magnaði er frá vegna meiðsla.