Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira