Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að ekki mega lesa of mikið úr tölunum. Alla jafna séu ekki jafn mörg sýni tekin um helgar og á virkum dögum.
„Hafa ber í huga að tölur um helgar geta stundum ekki alveg sýnt rétta mynd því færri fara í sýnatöku heldur en á virkum dögum,“ segir Jóhann í samtali við Vísi.
Fólki í sóttkví fjölgar milli daga og eru nú 347 samanborið við 292 í gær. Færri eru í einangrun í dag samanborið við gærdaginn, en nú eru 163 í einangrun – fimmtán færri en voru í gær.
33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Alls hafa nú 5.557 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins og 5.366 lokið einangrun. 28 hafa látist hér á landi af völdum kórónuveirunnar.