Erlent

Telja hundruð mennta­skóla­nema í haldi víga­manna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hundruð nemenda er saknað eftir árásina.
Hundruð nemenda er saknað eftir árásina. Getty/Olukayode Jaiyeola

Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn.

Árásarnmennirnir réðust á Government Science menntaskólann, en í heimavist skólans búa meira en átta hundruð nemendu. Skólinn er í Katsina héraði í Nígeríu og var árásin gerð í gærkvöldi, föstudagskvöld.

Herinn greindi frá því í dag að búið væri að staðsetja vígamennina í skógi nálægt skólanum og að til skotbardaga hafi komið milli hersins og árásarmannanna. Ekki er vitað hvernig bardaginn fór en engar fregnir hafa borist um að nemendur hafi særst í bardaganum.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, fordæmdi árásina og skipaði skólayfirvöldum að rannsaka lista yfir nemendur ítarlega til þess að komast til botns í því hve margra sé saknað. Þá hafa foreldrar sem sóttu börnin sín í skólann í gær verið beðin um að láta yfirvöld vita.

Íbúar sem búa í nágrenni við skólann sögðu í samtali við breska ríkisútvarpið að þeir hafi heyrt skothvelli um klukkan 23 að staðartíma á föstudag. Árásin hafi staðið yfir í meira en klukkutíma.

Skólalögreglunni tókst að halda aftur af einhverjum árásarmannanna áður en lögreglulið mætti á staðinn.

Lögregluyfirvöld í Katsina greindu frá því í dag að á meðan til átaka kom milli lögreglu og árásarmannanna hafi lögreglu tekist að neyða einhverja þeirra til að flýja. Á meðan hafi einhverjum nemendanna tekist að klifra yfir girðingu sem umlykur skólann og komist í öruggt skjól.

Til að byrja með var talið að 200 fleiri nemendur væru horfnir en raunin er. Það voru nemendur sem tókst að flýja en þeir sneru aftur. Ekki er vitað hve marga nemendur árásarmennirnir tóku með sér en einhver vitni sáu þá nema nemendur á brott.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×